Fara í efni

Um Konsúlat Wine Room

Konsúlat Wine Room er vínbar, staðsettur á hinu glæsilega Reykjavík Konsúlat hóteli við Hafnarstræti í Reykjavík. Konsúlat Wine Room er fyrst og fremst áfangastaður fyrir vínáhugafólk – nýtt sem og lengra komið.

Fágað og afslappað umhverfi, fagleg þjónusta og frábær staðsetning gerir Konsúlat Wine Room einstaklega hentugan stað fyrir eða eftir viðburði eða til að hitta vini og vinnufélaga og njóta spennandi vínupplifunar.

Gestgjafi Konsúlat Wine Room er Stefán Guðjónsson. Stefán hefur verið viðloðandi vín og umfjöllun um vín í mörg ár og hefur tekið þátt í allmörgum vínþjónakeppnum hérlendis og erlendis. Hann er með fyrsta stig í Court of Master Sommeliers og lauk nýverið þriðju gráðu af fjórum í Wine and Spirit exchange (WSET), með stefnu á að klára hæstu gráðuna á næstunni. Ásamt því að sinna gestum staðarins heldur Stefán úti námskeiðum sem eru auglýst nánar á samfélagsmiðlum okkar.

Konsúlat Wine Room býður upp á gæða vín ásamt vönduðum barseðli sem samanstendur af ljúffengum bitum og minni réttum.
Verið velkomin í vínstofu konsúlsins.

Konsúlat Wine Room er með opið alla daga.
Sunnudaga - fimmtudaga: 14:00 - 23:00
Föstudagar og laugardagar: 14:00 - 00:00
Barseðill í boði: 15:00 - 21:00
Happy Hour alla daga 16:00 - 18:00 (Bjór og léttvín)