Fara í efni

Vínkynningar

Konsúlat Wine Room 

Í hverjum mánuði eru vínkynningardagar í vínstofu Konsúlatsins á vegum vínklúbbs Konsúlat Wine Room

Robert Mondavi vínkynningardagar í nóvember

Vínin frá Robert Mondavi ættu að vera öllum vínáhugamönnum vel kunn, enda er Robert Mondavi sjálfur talinn vera upphafsmaður vínræktar í Napa í Kaliforníu. Víngerðin rekur sögu sína allt til ársins 1966 og hefur í raun verið frumkvöðull í vínrækt allar götur síðan. 

"Walking through to Kalon, admiring it´s contours and vines, smelling the richness of it´s soil, I knew this was a very special place. It exuded an indefinable quality I could not describe, a feeling that was almost mystical."
- Robert Mondavi.

Öll vínin verða í boði í glasavís  sem og okkar rómaða vínferðalag (Wine Flight) þar sem þú færð gott smakk af vínum Mondavi.

Mondavi vínseðill

Vínklúbbsfundur Robert Mondavi.

Vínsérfræðingurinn Sævar Már Sveinsson mun fræða gesti um vínin frá Robert Mondavi, sögu þeirra og stýra vínsmakki á þessum stóru og miklu vínum. Einsog alltaf þá endum við kvöldið á okkar fræga osta og kjötplatta.

Vínklubbsfundur Mondavi er 17. nóvember kl. 18.00.

Verð: 3500 krónur.

Bókaðu þig hér

 

Penfolds vínkynningardagar í desember

Penfolds er vín mánaðarins hjá Konsúlat Wine Room. Víngerðina Penfolds stofnuðu Christopher Rawson Penfold, Breti sem flutti til Ástralíu og kona hans Mary Penfold, í Adelaide árið 1844. Penfolds er með elstu víngerðum landsins. Christopher var læknir og því bara Mary aðalábyrgðina á víngerðinni. Hún var áhugasöm um nýjungar og gerði ýmsar tilraunir til að auka gæði vínsins og þróa nýjar tegundir.

Í dag stýrir víngerðarmeistarinn Peter Gago víngerðinni Penfolds. Þekktasta vín Penfolds er Grange sem er gæðavín á heimsmælikvarða. Í desember býðst gestum Konsúlat Wine Room tækifæri til að kynna sér gæðavínin frá Penfolds. 

Öll vínin verða í boði í glasavís sem og okkar rómaða vínferðalag (Wine Flight) þar sem þú færð gott smakk af vínum Mondavi.

Vínklúbbsfundur Penfolds

Vínþjónninn Stefán Guðjónsson mun leiða vínkynningu á afurðum áströlsku víngerðarinnar Penfolds. Í kjölfar kynningarinnar fá gestir að njóta skurðerí, úrval af pylsum, skinkum, ostum og tilheyrandi meðlæti.

Vínklúbbsfundur Penfolds er 8.desember kl.18.30

Verð: 3500 krónur

Bókaðu þig hér

Má bjóða þér í vínklúbb Konsúlat Wine Room?

Á Reykjavík Konsúlat hótelinu sem er staðsett í hjarta miðborgarinnar er glæsilegur vínbar og framundan í haust og vetur verður fjölbreytt dagskrá. 
Meðal þess sem verður á dagskrá eru fyrirlestrar um vín, vínkynningar og einstakir viðburðir þar sem erlendir vínframleiðendur og sérfræðingar koma og kynna fyrir okkur vörur sínar og visku.

Með því að ganga í vínklúbbinn tryggir þú þér forskot á skráningu á alla viðburði okkar. 

Sendu tölvupóst á konsulat@icehotels.is til að skrá þig í vínklúbb Konsúlat Wine Room.