Fara í efni

Vínkynningar

Konsúlat Wine Room 

Í hverjum mánuði eru vínkynningardagar í vínstofu Konsúlatsins á vegum vínklúbbs Konsúlat Wine Room

Vínstofa Konsúlatsins er spennt að kynna hið margrómaða vín Ventisquero frá Chile. Dagana 7-29 október bjóðum við uppá 7 vín frá einu vinsælasta vínhéraði heims, bæði rautt og hvítt þannig að allir ættu að getað fundið eitthvað við sitt hæfi. Vínin eru þekkt fyrir mikil gæði og sanngjarnt verð. 

Öll vínin verða í boði í glasavís og einnig verður okkar rómaða vínferðalag (Wine Flight) þar sem þú færð gott smakk af vínum Ventisquero.

Hægt verður að skrá sig á viðburðina bráðlega.

Vínklúbbsfundur laugardaginn 15. október kl.19

Vínþjónninn Stefán Guðjónsson mun leiða okkur í gegnum smakk á 6 frábærum rauðvínum úr mismunandi verðflokkum og vínþrúgum frá einum skemmtilegasta vínframleiðanda Chile, Ventisquero. Í lok kvöldsins verður síðan boðið uppá okkar margrómaða osta og kjötplatta. 

Verð: 3500 krónur.

Bókaðu þig hér

Ventisquero og suður amerískur matur „Popup"

Föstudaginn 21. október og laugardaginn 22. október klukkan 19 verður sannkölluð veisla, þar sem að við bjóðum uppá 4 rétta máltíð ásamt víni sem smellpassar við hvern rétt. Matreiðslumaðurinn Javier Mercado mun töfra fram ekta suður amerískan mat og vínþjónninn Stefán Guðjónsson mun fræða gesti um vínin sem í boði eru. Þessu viltu ekki missa af!

Má bjóða þér í vínklúbb Konsúlat Wine Room?

Á Reykjavík Konsúlat hótelinu sem er staðsett í hjarta miðborgarinnar er glæsilegur vínbar og framundan í haust og vetur verður fjölbreytt dagskrá. 
Meðal þess sem verður á dagskrá eru fyrirlestrar um vín, vínkynningar og einstakir viðburðir þar sem erlendir vínframleiðendur og sérfræðingar koma og kynna fyrir okkur vörur sínar og visku.

Með því að ganga í vínklúbbinn tryggir þú þér forskot á skráningu á alla viðburði okkar. 

Sendu tölvupóst á konsulat@icehotels.is til að skrá þig í vínklúbb Konsúlat Wine Room.